18.6.2008 | 13:50
Loksins ! Hjúkk ..
Hvernig er það, hefur fólk ekkert að gera .. Rannsaka bara það sama aftur og aftur Ég borða alltaf góðan morgunmat en samt er ég ekki mjó .. He he .. Kannski að það sé frekar óholli maturinn og allt nammið sem ég borða sem gerir það að verkum .. Þarf að láta rannsaka það !
Þurfti að vakna við klukku í morgun .. kl 9 .. Vá hvað ég var ekki að nenna frammúr, þó svo að ég væri nú bara að fara í litun .. LETIN .. Fór svo í ljós á eftir og er auðvitað gullin brún eins og alltaf. Stefnan í dag er svo að sortera aðeins meira, henda sumu og sumt fær að koma með til Tenerife. Hanga svo hjá einhverjum í kaffi .. ( er aðeins búin að hanga hjá Þóru ) .. og liggja aðeins í sófanum .. Gott plan
Eitt enn .. Jane Eyer ( eða hvernig sem það er skrifað ) .. Hrikalega voru þetta góðir þættir, langt síðan ég hef séð svona gott sjónvarpsefni .. Auðvitað fyrir utan Age of love
Vantar allt Malt í þig ?
Stór morgunverður auðveldar megrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
he he já Age of love klikkar sko ekki
ég er líka að deyja úr leti þessa dagana og finnst það ekki nóg og gott. Verðum greinilega bara að taka okkur á svo að við getum sótt um að fara í þessa frábæru þætti.
Það vantar sko allt malt í mig.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 18.6.2008 kl. 14:37
úú hvað þetta hljómar yndislegt líf hjá þér væri til í að skipta í 2 daga. Sofa út og glápa á tv. En vá hvað fer að styttast í Tenerife. Þetta verður geggjað , þið eigið eftir að koma heim með kærasta hehehehe
Steinunn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.