4.11.2008 | 19:05
Haugkaupsperrar .....
Já oj ég verð bara að segja ykkur eitt. Í barnadeildinni í Hagskaup eru til toppar ("brjósta"haldarar) á pínulitlar stelpur sem eru fylltir ! Jakk, sá sem við sáum var í stærð 128 !!! Hvað er fólk að pæla ? Hver kaupir þetta handa barninu sínu ? Og HVER kaupir þetta inn í Hagkaup ?
Við fórum semsagt til Akureyrar um helgina, ég og Guðný. Það var djammað, verslað og slakað á ;) Voða ljúft .. Fórum í Sjallann á laugardaginn á Ingó og veðurguðina og kíktum líka aðeins á Kaffi Akureyri. Hittum auðvitað fullt af Norðfirðingum því Akureyri var greinilega málið þessa helgi ** Svo hlógum við alla leiðina heim því ég þreif alveg óvart klósettið með handklæðinu hennar Guðnýjar .. hehe .. Æ ég hélt bara að þetta væri einhver tuska sem hefði fylgt húsinu ! Annars er ég búin að hafa það voða gott í vetrarfríinu, búin að heimsækja fullt af fólki sem ég hef ætlað að gera lengi, liggja í leti, taka smá til og fara til tannlæknis sem var æði og ég er sko alls ekki að djóka ! Var að vísu í klukkutíma í stólnum með risa gúmmíklút uppí mér en hann Jón Hafliði er bara svo mikill snillingur, ég kafnaði næstum úr hlátri þarna í stólnum og hann varð að biðja mig um að vera kyrr .... En þetta var nú honum að kenna svo hann mátti nú ekkert skamma mig fyrir að hristast þarna til og frá, hann gleymdi sér aðeins með sogið og var farin að soga aðeins á mér hárið. Æ það er nú ágætt að það sé ekki alltaf leiðinlegt hjá tannsa ;)
Nóg í bili ** Hafið það gott í kreppunni ..
Athugasemdir
já ég er líka að fara til tannsa á morgunn hu hu... Mér finnst það alltaf svo hræðileg tilhugsun. en síðan er þetta allt í lagi þangað til að maður fer að borga!!!
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:49
djö harka... fylltir haldarar í 128....kannski eru bara litlu 7 ára stelpurnar með komplexa yfir hvað þær eru flatar....þetta er nú alveg eðlilegt! Ætti að leyfa þeim að fara í síló miklu fyrr. Löngu fyrir fermingu!
sklúmpírúmp
olla frænka í norge (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:55
hahahaha jesús hvað ég sé þig í anda var þrífa klósettið með þessu sjúskaða handklæði hehehehe
En já var hann farin að ryksuga þig alla bara,,hehe fyndin svona móment og ekki er hægt að hætta að hlæja
Steinunn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:31
hehehe ... sé þig nú alveg fyrir mér hristast af hlátri með sogið í hárinu... :) alltaf þarftu að reyna að fá hárlagningu líka! Þú hefur pottþétt opnað munninn of mikið svo sogið læki yfir í hárið. Það verður aldrei frá þér tekið að hárið á þér er alltaf svo fínt ;) og þú ert prakkari.
Já það er skrítið þetta með framleiðsluna á brjóstahöldurunum fyrir börnin. Hlýtur að hafa eitthvað með það að gera að það eru börn sem eru að sauma þetta ? Hverjir eru yfir börnunum við saumaskapinn ? Einhver ógeð og þrælahaldarar..
Gott að það var gaman á Ak... það er ALLTAF gaman þar! Það er eitthvað í andrúmslofitnu þar, fyrir utan áfengi auðvitað ;)
vonandi sjáumst við fljótt! og þú ert sæt!
Halldóra (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.