Færsluflokkur: Bækur
31.12.2008 | 16:23
Hefur þetta LIÐ ekkert að gera ..
Fólk sem mótmælir á þennan hátt er að skemma fyrir öllum þeim sem hafa verið að mótmæla í vetur .. Það eru flest allir búnir að fá alveg nóg af þessu liði sem virðist ekki hafa neitt annað að gera en að skemma fyrir öðum !
En til ykkar hinna .. GLEÐILEGT ÁR .. sjáumst á balli ;)
Fólk slasað eftir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2008 | 23:34
Búin ..
Já ég er bara alveg búin á því núna .. Brjálað að gera á öllum vígstöðum ;) En þetta valdi ég mér nú svo það þíðir ekki neitt að væla, enda verð ég alveg ómugleg ef ég hef ekki nóg að gera ! Núna var ég að koma heim af bingói sem lukkaðist bara svona hel... vel, stutt og laggott og hrikalega flottir vinningar svona miðað við aðstæður í þjóðfélaginu. Ég fékk ekkert, kemur á óvart .. Neee ..
Við Viktor erum mjög sátt við nýju íbúðina og okkur líður vel hérna. Núna er allt að fyllast af heimatilbúnu jólaskrauti og allskonar dóti sem Viktor kemur með heim úr skólanum, t.d kom hann heim með uppskriftarbók í dag sem 4. bekkur bjó til ** Hans uppskrift heitir Besti fisskirétur heimilins. Já hann var svo heppin að fá þann skemmtilega hæfileika að geta ekki skrifað mikið rétt, enda á hann ekki foreldra í það ;)
Hérna koma svo tvær myndir úr íbúðinni .. Þið verðið bara að horfa framhjá ruslinu, það verður enginn tiltekt fyrr en rétt fyrir jól ;)
Á morgun er síðasti skóladagurinn .. Mikið verður gott að komast í frí ;)
Sí ja
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 17:20
Höfum við ekkert lært ?
Eða heldur fólk virkilega að í mars verði allt ok ? Hvernig væri að kaupa bara aðeins ódýrari jólagjafir !
Annars er allt gott að frétta af okkur .. Bloggleysi stafar af flutningum og lærdómi ;) Fæ íbúðina um helgina og get ekki beðið *** Nenni samt ekki að klára að pakka :( ..
Yfir og út .. Klúbbur í kvöld .. Jibbí Jei ..
Hagkaup býður jólalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2008 | 19:05
Haugkaupsperrar .....
Já oj ég verð bara að segja ykkur eitt. Í barnadeildinni í Hagskaup eru til toppar ("brjósta"haldarar) á pínulitlar stelpur sem eru fylltir ! Jakk, sá sem við sáum var í stærð 128 !!! Hvað er fólk að pæla ? Hver kaupir þetta handa barninu sínu ? Og HVER kaupir þetta inn í Hagkaup ?
Við fórum semsagt til Akureyrar um helgina, ég og Guðný. Það var djammað, verslað og slakað á ;) Voða ljúft .. Fórum í Sjallann á laugardaginn á Ingó og veðurguðina og kíktum líka aðeins á Kaffi Akureyri. Hittum auðvitað fullt af Norðfirðingum því Akureyri var greinilega málið þessa helgi ** Svo hlógum við alla leiðina heim því ég þreif alveg óvart klósettið með handklæðinu hennar Guðnýjar .. hehe .. Æ ég hélt bara að þetta væri einhver tuska sem hefði fylgt húsinu ! Annars er ég búin að hafa það voða gott í vetrarfríinu, búin að heimsækja fullt af fólki sem ég hef ætlað að gera lengi, liggja í leti, taka smá til og fara til tannlæknis sem var æði og ég er sko alls ekki að djóka ! Var að vísu í klukkutíma í stólnum með risa gúmmíklút uppí mér en hann Jón Hafliði er bara svo mikill snillingur, ég kafnaði næstum úr hlátri þarna í stólnum og hann varð að biðja mig um að vera kyrr .... En þetta var nú honum að kenna svo hann mátti nú ekkert skamma mig fyrir að hristast þarna til og frá, hann gleymdi sér aðeins með sogið og var farin að soga aðeins á mér hárið. Æ það er nú ágætt að það sé ekki alltaf leiðinlegt hjá tannsa ;)
Nóg í bili ** Hafið það gott í kreppunni ..
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2008 | 19:11
Á leiðinni út á lífið ;)
Eða eins mikið út á lífið og maður kemst ;) .. En maður lætur nú ekki smáhluti eins og að það sé enginn bar stoppa sig .. Guðný er búin taka vidjóspólu á leigunni, HJÁ GILS ! Við ætlum að horfa á Top Gun .. (topgun) og spila síðan e-ð skemmtilegt, áb partý og co GAMLA spilið sem er miklu skemmtilegra. Marvin og Gummi ætla að vera með enda var þetta alfarið þeirra hugmynd ;) Jóka, Willi, Iðunn, Selma og einhverjir fleiri ætla líka að spila í kvöld svo ekki á manni nú eftir að leiðast !
Ætlaði bara að setja tvær myndir hérna inn .. Báðar af Viktori auðvitað ;)
Hérna er hann nývaknaður á afmælisdaginn. Ekkert smá ánægður með Real Madrid búninginn sem hann fékk .. Ég er búin að geyma hann inni í skáp síðan við vorum á Tenerife ;)
Hérna er hann svo seinna um daginn búin að fá bassann frá okkur. Mamma og pabbi, Sigga og co og ég gáfum honum þennan bassa og magnara líka .. Ekkert smá sáttur ! Var nefnilega að safna sér fyrir honum svo núna á hann bara feitt veski.
Bless og ekkert stress ..
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.10.2008 | 22:46
Alvöru afmæli á morgun ..
Þessi sæti sæti sæti strákur verður 9 ára á morgun ..
Hérna er hann 2ja ára í þrusu stuði hjá Ollu og Ingþóri.
Hann verður vakin í fyrramálið með afmælispakka sem hann verður mjög ánægður með .. Real Madrid búningur .. Svo fær hann aðal pakkann eftir hádegi en það er bassi, magnari og allt sem því fylgir en það er frá mömmu og pabba, Siggu og co og mér ;) Jesús hvað hann verður ánægður ! Það er svo annar hluti afmælisveislunnar á morgun en þá koma stelpurnar í smá partý, er að hugsa um að leyfa þeim að horfa á Billy Madison sem ég fann á vod-inu í dag, hún er æði. Eftir partýið kíkir hann kannski til Hlöðvers en hann á líka afmæli á morgun og ætlar líka að vera með kvöldpartý. Brjálað að gera í þessum afmælum núna ;)
Get blaðrað endalaust en er HÆTT .. Sjáumst - og heyrumst
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.10.2008 | 14:01
Afmælisveisla ;) Ekki afmæli ..
Já hér er sko fjör .. Það verður haldið upp á 9 ára afmæli stráksa í dag ** En hann á nú ekki afmæli fyrr en á þriðjudaginn svo hann verður bara að bíða þolinmóður eftir helmingnum af pökkunum þangað til ! Get sjálf varla beðið ;) Hlakka svo til að gefa honum pakkana ..
Hérna er svo afmæliskakan sem hún Heiða Berglind skreytti fyrir mig .. Svaka flott hjá henni .. Takk Heiða .. Og takk mamma fyrir baksturinn ;) Mikið er gott að þekkja svona skemmtilegt og gott fólk **
Djamm og djús í kvöld - Hrönn og Anna í bænum .. 25+ rokkar !
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 17:58
Hvað kemur það mér við ?
Olían niður fyrir 75 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 22:02
0100001 ..
.. 0100001 var númerið á auðkennislyklinum mínum áðan .. Bara gaman af því ;) Held að þetta sé lukku merki og nú verði ég rík á meðan aðrir verði fátækir. Annars held ég að Ísland sé ekkert að fara til helvítis, við þurfum bara að fara varlega með peninga og passa allt sem við eigum. Aldrei hef ég átt neitt nema skuldir og ég held að ég sé ekkert verri manneskja fyrir það. Viktor hefur líka bara haft gott af því að alast ekki upp við mikla peninga og fá allt upp í hendurnar. Hann kann að meta það sem hann á (enda keypt mikið af því sjálfur) og skilur það vel að maður verður að vinna fyrir því sem maður ætlar að fá.
Við stelpurnar skiluðum síðasta hóp-verkefninu okkar í gær, og mikið er ég glöð. Núna bíða aðeins þrjár ritgerðir og nokkur önnur verkefni. Verst að ég er mjög duglega að borða nammi á meðan ég læri svo aukakílóin sitja sem fastast og vilja ekki burt. Ég enda kannski bara spikfeit og vel menntuð .. He he ..
Hérna er svo gullið, að hugsa sér að hann skuli hafa verið á leiðinni á haugana .. he he .. Ég þarf aðeins að setja hann í smá make over en það er bara gaman !
Pabbi á afmæli í dag .. Til hamingju með það ungi maður ;) Náði ekkert að hitta hann í dag, hann er alltaf að vinna kallinn .. Það er einhver afmælisbóla að ganga núna, Viktor er endalaust í afmælum og svo er hans líka alveg að koma .. 21. okt ;)
Sigga var líka að koma frá úglandinu og ég fékk æðislega peysu frá henni sem ég er búin að vera í í allan dag. Fékk líka ekta saltpillur sem ég elska, þarf bara að koma mér á fyllerí því þær eru æði í þynnku ;) ..
Hafið það gott og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar ..
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)