Nikulás er málið ..

Jæja .. Ekki hef ég nú nennt að blogga um Tenerife ferðina ennþá en það kemur að því .. Bara alltof mikið að gera hjá mér, ég þarf t.d að leggja mig á daginn eins og maður gerir í úglöndum Pinch En núna erum við allavega að fara norður í land á Ólafsfjörð, þar er auðvitað sól og blíða eins og Jóhanna lofaði. Hún og Willi eru framkvæmdarstjórar þarna .. He he .. Bara gaman að koma til þeirra ! Ég held að þetta sé í þriðja skiptið sem við förum norður að íþróttahnoðast e-ð á árinu. Viktor er í A-liðinu í Fjarðabyggð og er mjög stoltur, ég hefði nú alveg viljað hafa hann aðeins neðar með félögum sínum en honum gæti ekki verið meira sama um það ..

Ég ætla að stoppa í Tölvulistanum á Egilsst og ath með tengi fyrir tölvuna í bílinn, fínt fyrir Viktor að geta horft á e-ð á leiðinni. Ég er nú samt pínu gamaldags og vill helst að hann horfi bara út um gluggann og sjái landið, ekki bara að horfa á dvd og í tölvuspili, er ekki alveg að gúddera það ** Vil helst að Viktor verði ekki þetta týpíska nútíma barn .. Æ nó æ nó ..

Hvað ætli sé þarnaEin mynd .. Viktor við Skógarfoss á leiðinni heim. Við bara elskum þennan stað, löbbuðum upp með fossinum og svona ** Pínu erfitt eftir 2 vikna sukk. Viktor fór auðvitað alveg að fossinum eins og vanalega og varð rennblautur .. Sætur ..

*í boði m&m*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ!

Var að kíkja hingað í fyrsta skipti og á eflaust eftir að verða fastagestur. Fín síða :) Auðvitað er alltaf opið hús hjá mér, allavega fyrir ykkur.

Sjáumst !

Steina (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:33

2 identicon

Hæ sæta, hafið það gott fyrir norðan, þar er alltaf stuð

Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband