30.8.2008 | 03:55
Klukk og kani ..
Var að koma heim af barnum .. Edrú og búin að spila fullt af kana, við Guðný kíktum til Willa og Jóhönnu kasóléttu og spiluð kana eins og brjálæðingar, Willi var tapsár og þá er ennþá skemmtilegra að spila Ætlum að endurtaka þetta fljótlega ! Svo er það bara YATZY og krossorðaspil á milli .. Gott að eiga góða granna. María var að klukka mig og ekki guggna ég nú á því !
Fjögur störf sem ég hef unnið við:
SVN - síld ´95 eða e-ð
Melabúðin - kassaskvísa og bókhald
Fjarðasport - afgreiðsla og bókhald
Nesskóli - skólaliði og síðan leiðbeinandi
Fjórar bíómyndir sem ég hef horft oft á:
Benny og Joon
Notting Hill
Aracnophobia
Já þetta var það eina sem mér datt í hug
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Miðgarður - Nesk
Þiljuvellir - Nesk
Furugrud - Kóp
Sæbakki - Nesk .. ég veit, ég veit. Er ekki mikið að flytja !
Fjórir sjóvarpsþættir sem ég horfi á:
Top gear
CSI - allar gerðir
Design star
The IT crowd og fullt fullt í viðbót
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
ENGIN ! Bara einhverjar barnabækur, les svo hægt að ég legg ekki í að lesa sömu bókina oftar en einu sinni .. he he .. Les annars bækur eftir Arnald og Mary Higgins Clark svona helst.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Bergen (3)
Tenerife
London
Portúgal og fullt af fleiri þegar ég var krakkaormur.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Mbl
Myndsíðan hennar Siggu ( tengill á síðunni )
Facebook svona fjórða hvern dag, er ekki mikill tölvunörd
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
BBQ kjúklingur
Pizza ( a la Þóra, Stella, Sigga ofl )
Mexico-osta pasta með miiiklum sveppum
Hrísgrjónagrautur .. ummmm
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Þóra
Stella
Svo þarf að hrista upp í Steinku og Huggu
Sko þetta gat ég ! Skóli í fyrramálið svo ég ætti nú að fara að sofa, svo kom nú sú hugmynd í kvöld að fara til AK á morgun, Skímó í Sjallanum.
Ætla að taka úr þvottavélinni, er búin að vera að bíða eftir henni ..
Athugasemdir
Hmmm... klukk!!
Ég geri þetta þegar ég nenni, en það er ekki núna, kannski í kvöld.
Stella Rán, 30.8.2008 kl. 17:43
Bara gaman að spila.. verður svo sannarlega endurtekið eins fljótt og hægt er. En fyrst ætla ég að fara að eiga eitt stk barn...:)
Jóhanna kasólétta (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:50
bíddu....af hverju var ekki dagur í bæli fituklessunnar þarna á listanum?????? ER ÞAÐ EKKI BÍÓMYND?
Olla frænka í Noregi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.