22.9.2008 | 00:14
Morðæði í Seldal
Já ég skal sko bara segja ykkur það ! Við Sigga urðum fyrir hrottalegri árás inní Seldal í dag .. .. Morðóður HRÚTUR réðst (næstum) á okkur. Sem betur fer erum við léttar á fæti og fimar í gras og lækjar hlaupi. Allt endaði þetta nú vel en hjartslátturinn hjá okkur fór aðeins yfir mörkin þarna á hlaupunum .. Úff, þetta var nú bara hræðilegt, vissum ekki alveg hvort við ættum að hlægja eða gráta. EN PASSIÐ YKKUR Á MORÐÓÐA HRÚTNUM Í SELDAL, á eftir að rannsaka af hvaða ættum hann er, læt ykkur vita ! Hann er allavega grimmur með horn svo PASSIÐ YKKUR **
Annars var helgin bara fín, mikið lært og sofið .. Matur og Singing BEE hjá Siggu á föstudaginn = þvílík snilld, að vísu er Sigga miklu betri í þessu en ég svo eitt mínusstig fyrir það ! Fótboltaþjálfunin gengur bara vel, er með skemmtilegan hóp af stelpum í 3. og 4. bekk .. Þarf að koma mér inn í reglur og svoleiðis mál, annars er ég bara vel sett.
Skokkum og deyjum hraust
Athugasemdir
ha ha ha morðóður hrútur
Þú hefur bara verið að lóða Hrabba mín;) Þeirra tími fer einmitt að koma og hann hefur bara verið óþolinmóður
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:36
Nei nei bara smá djók elskan mín;)
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:37
djöss mar. veit ekki hvort ég var meira hissa yfir hrútnum eða fótboltaþjálfuninni!
olla í norge (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 00:15
Hrúturinn heitir víst Snúlli og er heimalingurinn hennar Siggu Wium ;) .. .. úps
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 07:27
hahahah vá hvað ég sé ykur í anda en þetta er alveg hrikalegt að lenda í þessu
Hef einu sinni lent i folaldi, það gjörsamlega elti mig út um allt og beit í mig..í móa..fann mer ekkert skjól
En gaman að þessu eftir á
Steinunn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:11
Úff..kanski við leggjum ú aðra skokk ferð..með eitthvað nammi handa Snúlla hann kann örugglega betur að meta það er vegstikuna sem við veifuðum að honum til að reyna að verjastveit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta..morðóður hrútur sem heitir SNÚLLI
Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:14
Hei..svo heitir hann ekkert Snúlli..hann heitir víst Kolur..og það fynnst mér mjög ógurlegt nafn. En Snúlli var samt fyndnara
Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:13
hahaha þið eruð alveg frábærar systur
Bið að heilsa Kol
Steinunn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.